top of page

Álag húsaleigu á lágmarkslaun 42% hærri á Íslandi en í Danmörku.

Nú um stundir liggja fyrir alþingi 3 þingmál, (2 frumvörp og ein þingsályktunartillaga), öll úr sitthvorri áttinni. Inntak þessara tillagna er lagfæring á húsaleigulögunum þess efnis að annars vegar að skylda leigusala til að skrá leigusamninga í þar tilgerðan gagnagrunn og hinsvegar að draga úr verðbólguáhrifum á leigjendur með takmörkunum á vísitölutenginu á leigufjárhæð.

Þessi þrjú þingmál sem koma annars vegar frá Flokki fólksins, Samfylkingunni og Innviðaráðherra er ætlað að bæta hag leigjenda, en ávarpa með engu raunverulega stöðu þeirra sem er háð fullkomnu sjálfdæmi leigusala í verðlagningu á leigumarkaði.

Húsaleiga á er mikið hærri á Íslandi ef miðað er við verðlag, launakjör og fasteignaverð en í flestum Evrópulöndum, það gildir líka ef horft er til Bandaríkjanna og Eyjaálfu. Þá hefur húsaleiga á Íslandi undanfarin áratug hækkað langt umfram samfylgni við þessar hagstærðir á áðurnefndum svæðum.

Sem dæmi má nefna þá er álag húsaleigu á lágmarkslaun á Íslandi 42% hærri en í sambærilegt álag í Danmörku. Í Danmörku eru lágmarkslaun 372.192 kr og meðalhúsaleiga í Kaupmannahöfn á 100 fm íbúð 172.100 kr á mánuði. Á íslandi eru lágmarkslaun 368.000 kr og meðalhúsaleiga í Reykjavík á 100 fm íbúð 240.000 kr á mánuði. Ef sama hlutfall væri á milli launa og húsaleigu á Íslandi og í Danmörku ætti leiga á áðurnefndri íbúð að vera 171.232 kr á mánuði.

Það er ekki bara samhengi launa og húsaleigu sem sýnir hvernig íslenskir leigjendur standa í samanburði við leigjendur annarsstaðar. Það birtist líka í samfylgni húsaleigu og markaðsverði íbúðarhúsnæðis. Á meginlandi Evrópu hefur húsaleiga síðasta áratug hækkað um 41.4% af hækkun markaðsverðs á íbúðarhúsnæði en um rúmlega 80% á íslandi. Ef hækkun húsaleigu á Íslandi hefði fylgt samfylgni húsaleigu og fasteignaverðs í Evrópu þá hefði húsaleiga á 70-100 fm íbúð í Reykjavík einungis átt að hækka um 41.4% í stað þeirra 84% sem varð raunin skv. Verðsjá Hagstofunnar. Þetta hefði þýtt að húsaleiga sem stóð í 115.491 kr/mán árið 2011 og var komin í 240.000 í júlí 2022, hefði einungis átt að hækka í 163.304 kr/mán í apríl 2020. Þarna munar 76.696 kr á mánuði.

Það er ekki bara álag húsaleigu á launakjör leigjenda og helmingi hærri samfylgni húsaleigu og kaupverðs sem opinberar slæmar aðstæður leigjenda á íslenskum leigumarkaði, það birtist líka ef tekið er tillit þróun verðlags. Árið 2011 var húsaleiga á 100 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu eins og áður sagði 115.491 kr á mánuði. Ef húsaleiga hefði bara fylgt almennri verðlagasþróun ætti þessiupphæð að vera 176.571 kr í október 2022. Það er fyrst og fremst í frjáls verðlagning á leigumarkaði sem er úr hófi miðað við önnur lönd sem búa við annarskonar regluverk á leigumarkaði, aðra valkosti í m.a. félagslegu reknu húsnæðiskerfi eða samfélagslega meðvitund um mikilvægi þess að leigejndur búi við öryggi og sanngjarna húsaleigu. Ef horft er til þessa samanburðar við önnur lönd og hérlenda verðlagsþróun þá er ljóst að íslenskir leigjendur eru að borga að jafnaði 40% of háa leigu. Það þýðir að heimili á íslenskum leigumarkaði eru skattlögð að jafnaði um 840.000 kr á ári.

“Það eru fyrst og fremst leigjendur og fjölskyldur á leigumarkaði sem líða fyrir þetta en ekki síður íslenskt hagkerfi og íslenskir velferðasjóðir sem notast við leigjendur til að flytja milljarða í vasa leigusala í formi húsnæðisstyrkja. Leigjendur bíða því í ofvæni eftir því að stjórnmálamenn ávarpi þessa stöðu með tillögum um raunverulegar úrbætur á leigumarkaði en ekki með fálæti og sýndarmennsku, að þeir sýni velsæmi í nálgun sinni á stöðu leigjenda” Segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður leigjendasamtakana.


22 views0 comments
bottom of page