Pálmholt - Byggingafélag leigjenda

Pálmholt - Byggingafélag leigjenda er stofnað í maí 2023 af Leigjendasamtökunum. Er félaginu ætlað að þróa fasteigna- verkefni fyrir óhagnaðadrifinn leigu og kaupréttarmarkað. Fyrirmyndin er sótt til nágrannalandana, þar sem stór hluti uppbyggingar á húsnæði fer fram í samvinnufélagsformi og undir væng óhagnaðadrifinna leigufélaga sem leigir út húsnæði á kostnaðarverði.


Markmiðið er að þróa fasteignaverkefni sem raungerast í félögum eða sjálfseignarstofnunum sem munu eiga og reka íbúðirnar, en þannig verður komið í veg fyrir að þær endi á frjálsum kaup eða leigumarkaði. Með þessu fyrirkomulagi þá verða íbúðirnar í eigu leigjenda eða þeirra sem eiga kauprétt. Leigan mun eingöngu og ávallt endurspegla raunkostnað við uppbyggingu og rekstur.


Um það bil 17.000 íbúðir hafa verið byggðar í samvinnfélagsformi á Íslandi. Við lagabreytingar á 9. og 10. áratugnum og aftur árið 2016 hefur hinsvegar reynst erfitt að stofna og reka húsnæðis eða byggingasamvinnufélög hér á landi. Leigjendasamtökin hafa skorað á stjórnvöld að bæta úr löggjöf svo hægt verði að stofna og reka húsnnæðis og byggingasamvinnufélög.


Húsnæðis og byggingasamvinnufélög eru mjög algeng í allri Evrópu. Það fyrirkomulag í uppbyggingu og rekstri á húsnæði er einnig í mikilli sókn á heimsvísu sem viðbragð við sífellt umfangsmeiri fjármálavæðingu á húsnæðismarkaði.

Alþjóðabandalag húsnæðissamvinnufélaga vinnur að því að styrkja þetta uppbyggingar og rekstrarform.

International CooP Housing.

Neðst á síðunni eru nokkur dæmi um húsnæðissamvinnufélög í nágrannalöndunum:

Nokkur dæmi um húsnæðissamvinnufélög

Hér eru nokkur dæmi um húsnæðis og byggingasamvinnufélög í nágrannalöndunum

Share by: