Leigjendasamtökin

Samtök leigjenda á Íslandi voru stofnuð 2013 og hafa síðan verið endureist tvisvar, núna síðast haustið 2021. Um 40.000 heimili eru talin vera á leigumarkaði hér á landi og finnst okkur sem stóðum að endureisn samtakanna tími til komin að efla og hvetja þennan stóra hóp til dáða, en færa má rök fyrir því að leigjendur séu sá hópur á Íslandi sem standi verst í alþjóðlegum samanburði.

Tilgangur okkar er bæta réttindi og hag leigjenda sem standa vægast sagt höllum fæti í því umhverfi grægði og mannvonsku sem einkennir íslenskan leigumarkað. 

Það er alveg jóst að með samstöðu getum við náð árangri, enda stór hópur fólks og hvetjum við alla til þess að ganga til liðs við samtökin og taka þátt í öflugu starfi okkar.

Stjórn og samþykktir
 

Leigjendasamtökin á Wikipedia

Þjónusta

Neytendasamtökin eru með þjónustu við leigjendur fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins en þar er opið á þriðjudögum og fimmtudögum. 

 

Við samtök leigjenda erum áhugafólk og gefum okkur ekki út fyrir að vera með lögfræðilega þekkingu. Við erum hinsvegar með virkt og öflugt samfélag á facebook ( umræðuhópur leigjenda) og svörum fyrirspurnum sem okkur berast. 


Markmið

Markmið samtakanna er að bæta stöðu leigjenda og krefja stjórnvöld um að efna skyldur sínar í húsnæðismálum.

Leigjendur standa höllum fæti í samfélaginu með íþyngjandi húsnæðiskostnað og búa við mikið óöryggi. Leigjendasamtökin stefna á að verða stór og þjónandi hagsmunagæsla fyrir leigjendur.
 

Það er í okkar höndum að breyta aðstæðum, Saman náum við árangri.

Share by: